Tuesday, December 4, 2007

Fracture (2007)

Fracture er bandarískt réttardrama sem skartar Anthony Hopkins og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. Plottið er á þann veg að herra Hopkins drepur konuna sína fyrir að halda framhjá sér og leikur á lögregluna og réttarhöldin í þeim tilgangi að vera sýknaður. Gosling vill hins vegar ekki láta hann komast upp með það og beitir öllum tiltækum ráðum til að sakfella Hopkins.

Fyrri hluti myndarinnar lofaði hörkuræmu. Allur frágangur á myndinni, útlit, umhverfi, klippingar og myndataka er mjög kalt og töff og karakterarnir virðast vera nokkuð skemmtilegir þegar myndin er að hefjast. Þegar myndin er um það bil hálfnuð veldur hún hins vegar miklum vonbrigðum. Á bakvið öll jakkafötin, villurnar og sportbílana er meingallað handrit, ofureinfaldaði karakterar og virkilega asnaleg framvinda.

Ég hef aldrei séð svona blekkjandi mynd áður. Yfirleitt veit maður nokkurn vegin hvort mynd sé góð eða léleg á fyrstu 10-15 mínútunum, en í þetta skiptið tók það yfir 45 mínútur. Það var leiðinlegt að sjá svona vel útlítandi mynd fara í vaskinn, en svo fór sem fór. Myndin féll í sömu gryfju og flestar aðrar miðlungsmyndir með budget. Hún lítur vel út en tekst ekki að fela það hversu mikið drasl hún er í raun.

No comments: