Monday, October 1, 2007

Das Leben der Anderen

Þessa mynd sá ég hjá Jóni Gunnari í síðustu viku, en Jón Gunnar hafði leigt hana með Stefáni Jökli vini okkar í kjölfar miilla meðmæla sem myndin fékk. Eins og alþjóð veit þá lofsöng Árni Þór þessa mynd á kvikmyndagerðarblogginu sínu um daginn og auk þess sagði pabbi Stefáns Jökuls þetta bestu mynd sem hann hafði séð um ævina. Það var því með mjög háar væntingar sem við settumst niður með Trópí og Dórítós og ýttum á Play.

Myndinni tókst furðu vel að standa undir væntingunum miðað við hversu gríðarlega háar þær voru. Leikurinn var góður, Austur-Þýskt umhverfið mjög flott og áhugavert og sagan sterk og góð. Eitt það sterkasta í myndinni finnst mér vera persónusköpunin. Sem dæmi sest HGW yfirmaður og njósnari hjá Stasi, við verkamannaborð í mötuneyti Stasi, en ekki við yfirmannaborðið, og segir “sósíalisminn verður að byrja einhvers staðar.” Þetta var mjög sterkt tákn um lífssýn mannsins og þegar á myndina leið sér maður hvernig þessi trú brestur.

Það sem pirraði mig við þessa mynd var soundtrackið – ég hefði viljað meiri tónlist – og myndatakan. Á köflum fannst mér klippingar of hægar og myndavélin of stöðug. En auðvitað eru þetta alger smáatriði. Málið er bara að það skemmir ótrúlega mikið fyrir myndum að fara á þær og búast við einhverju trylltu. Ég velti því fyrir mér hvernig hægt væri að losna við þennan leiðindafaktor þegar að kvikmyndum kemur – hvort hægt sé að “núllstilla” sig áður en horft er á mynd, þannig að allar myndir séu metnar á sambærilegan hátt, en ekki eftir skapsveiflum eða væntingum.

No comments: