Friday, September 7, 2007

Topp tíu listinn minn, part 2


Hérna held ég áfram að reyna að koma skipulagi á topp tíu listann minn:

Full Metal Jacket (1987)


Þetta er mynd sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég sá hana. Líkt og með Heat er langt síðan ég sá hana, en fyrri hluti myndarinnar þar sem fjallað er um þjálfun hermanna fyrir Víetnam-stríðið var mjög áhrifamikil. Þar er fjallað um mann sem höndlar ekki ómannúðlega og niðurbrjótandi þjálfun bandaríska hersins og skýtur sig þegar þjálfuninni lýkur. Mér fannst seinni hluti myndarinnar hins vegar mun síðri, minnir meira að segja að ég hafi ekki nennt að klára myndina. En fyrri hlutinn er nóg til að myndin komi til greina á topp tíu listann.

Það væri gaman að sjá þessa mynd aftur þar sem ég er nýbúinn að sjá Apocalypse Now í fyrsta skiptið. Sú mynd fannst mér ekki hafa elst nógu vel – þrátt fyrir að vera augljóslega meistaraverk á sínum tíma, sbr. senurnar þar sem “The End” Með Doors er spilað og Valkyrjueiðurinn eftir Wagner. Myndin hefur hins vegar gríðarlega hæga og ómarkvissa framvindu og undir lokin er hún orðin svo “psychedelic” að ekkert virðist meika sens lengur. Endirinn var líka mjög svo snubbóttur og ég var ósáttur með að hafa í raun beðið í tvo og hálfan tíma eftir svo litlu. Nokkuð nýlega kom út lengri útgáfa af myndinni sem heitir Apocalypse Now: Redux. Þar sem styttri útgáfan var allt of löng ætla ég aldrei að sjá þá mynd.

No comments: