Friday, September 7, 2007

Topp tíu listinn minn


Eins og sjá má hérna hægra megin er topp tíu listinn minn ennþá í vinnslu. Ég á mjög erfitt með að raða myndunum í röð og fækka þeim niður í tíu. Þessvegna ætla ég að skrifa stuttlega um nokkrar af þessum myndum á næstu dögum til að reyna að fá betri mynd af því hvaða mynd á heima í hvaða sæti.

Heat (1995)

Ef eitt orð þyrfti að lýsa þessari mynd þá er það “töff”. Útlit myndarinnar, kvikmyndatakan, leikararnir, sögupersónurnar og sögusviðið – töff er orðið sem lýsir þessu öllu best. Leikstjóri myndarinnar er Michael Mann, en það besta við hana er leikaravalið. Tvö stærstu hlutverkin í myndinni eru leikin af Al Pacino og Robert De Niro – mönnum sem eru á hátindinum á þessum tíma. Sagan gerist í Los Angeles og er annar maðurinn lögga og hinn glæpamaður.

Ég man ekki nógu vel eftir myndinni eins og er, enda langt síðan ég sá hana, en ég man eftir rosalegri senu sem er skotbardagi á götum Los Angeles. Ég þarf að drífa mig að sjá myndina sem allra fyrst og rifja hana betur upp. Þá skrifa ég almennilega um hana og kemst að því hvort hún á heima á topp tíu listanum.

No comments: