Tuesday, February 5, 2008

El espinazo del diablo (2001)

Nýjasta skyldumyndin, þessi ævintýramynd er frá leikstjóranum Guillermo del Toro, þeim sama og gerði myndina El Laberinto Del Fauno (2006).

Myndin gerist á tímum borgarastyrjaldarinnar á Spáni og hægrimenn Francos eru að ná yfirhöndinni. Carlos, tíu ára strákur, er settur á munaðarleysingjahæli eftir að pabbi hans deyr í stríðinu við menn Francos. Meðan Carlos kynnist aðstæðum á hælinu kemst hann í kynni við draug sem segir að margir muni deyja, auk þess sem ósprungin sprengja stendur í miðjum garðinum frá upphafi myndarinnar. Jacinto, vinnumaður á hælinu, er illmenni myndarinnar og Carlos lendir í miklum hörmungum áður en yfir lýkur.

Þessi mynd líkist að mjög miklu leyti El Laberinto Del Faunu. Í báðum myndum er fjallað um barn sem lendir illa í hörku og ilsku fullorðinna í tengslum við borgarastyrjöldina á Spáni.

Titill myndarinnar skýrist af spjalli höfuðsmanns hælisins, Dr. Casares, við Carlos um fóstur sem Casares geymir í krukkum. Hryggur barnanna er svartur og brunninn og er kallaður hryggur djöfulsins. Casares segir að Spánverjar trúi því að hryggurinn tákni börn sem aldrei hafi átt að fæðast. Þetta er táknrænt fyrir börnin á munaðarleysingjahælinu, að hörmunarnar og dauðinn sem þau lenda í hafi verið örlög þeirra sem ekki var hægt að flýja.

Þessi mynd var virkilega góð. Hún hafði merkilega sögu að segja, var átakanleg, vel leikin og mjög vel útlítandi.

Það eina sem truflaði mig var hversu dramatíseraðir karakterarnir voru. T.d. þegar Jacinto drepur unga ástkonu sína einfaldlega vegna þess að hún svo stolt að hún vill frekar deyja heldur en að segja fyrirgefðu. Ef maður setur sig einfaldlega í hennar spor hefði legið beint fyrir að þegar lífi manns er ógnað er minnsta mál að segja fyrirgefðu, einfaldlega til að halda lífi. En kannski er þetta bara menningarmunur, kannski eru Spánverjar svo tilfinningaheitir að þeir séu frekar tilbúnir að deyja en að sveigja stoltið.

Ég var í það minnsta virkilega ánægður með myndina og bíð spenntur eftir næstu skyldumynd.

4 comments:

Jón said...

gamli með greiningarnar á hreinu...

Jón said...

;)

Bóbó said...

Gamli sem lýgur sig út úr vandamálum... ekkert verið að berjast gegn straumnum?

Siggi Palli said...

5 stig.