Tuesday, February 5, 2008

Juno (2008)

Þessa mynd kíkti ég á fyrir ca. viku síðan og vissi nákvæmlega ekkert um hana fyrirfram. Leikstjórinn er Jason Reitman ("Thank You fo Smoking") og er myndin m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin.

Að þessi mynd hafi fengið tilnefningu finnst mér vera merki um að allt sé hey í harðinum hjá Óskarnum. Jújú, myndin er fín, en hún er ekki mjög fyndin, ekki mjög sannfærandi og ekki mjög hrærandi. Þetta er alger lala feel-good leigja-spólu mynd með skondnum karakterum og mjög lítilli atburðarás.

Það sem truflaði mig mest var hvað Juno er gríðarlega mikil stelpumynd. Allt snýst um stelpuna Juno sem er rosalega mikill kvenskörungur, öfugt við alla karlmenn myndarinnar, sem eru meira og minna aumingjar. Bara sá útgangspunktur pirraði mig mikið - hvað hún er miklu klárari og hæðnari en allir aðrir og lætur ekki bjóða sér neitt rugl. Frábært fyrir hana, en ergjandi að horfa á.

Plott myndarinnar er það að Juno verður ólétt eftir einhvern skokk-nördastrák og ákveður að gefa barnið barnlausum foreldrum í gegnum smáauglýsingar. Hún fer síðan og heimsækir foreldrana nokkrum sinnum og nær rosalega vel saman við "pabbann". Gallinn við þessa karakterþróun er að hún er látin gerast á ótrúlega hallærislegan hátt, Juno kynnist semsagt pabbanum með því að tala endalaust við hann um alternative tónlist og gore-hryllingsmyndir. Úff.

Ég fýlaði þessa mynd semsagt alls ekki, þegar ég fæ kjánahroll yfir kvikmynd nokkrum sinnum þá er henni ekki lengur bjargandi. Guð forði henni frá nokkrum Óskarsverðlaunum.

2 comments:

Bóbó said...

Vá, eftir að hafa horft á myndina finnst mér þessi gagnrýni ennþá hjákátlegri en þegar ég heyrði hana fyrst. Þetta með tengslin milli Juno og gæjans í gegnum tónlist og bíómyndir. Ég get ekki skilið hvernig þér fannst það hallærislegra en nokkur önnur leið til að tengja þessa tvo karaktera saman. Hvernig eiga þau að tengjast öðruvísi en í gegnum sameiginleg áhugamál og af hverju ekki '70s pönk og hryllingsmyndir? Akkúrat það eru líka ástæðurnar fyrir efasemdum gæjans seinna í myndinni. Allavega, that's that. Ég get svosem alveg skilið að þú hafir ekki fílað húmorinn og hafir ekki skilið þvaðrið um rokk og hryllingsmyndir, ég sjálfur skildi ekkert nema stikkorð í báðum þessum áhugamálum, nema ég deili ást þeirra beggja á gerviblóði og iðrum. Það sem ég skil aftur á móti ekki er hvernig þér finnst þetta ósannfærandi. Einsog ég sagði á skrifstofunni um daginn þá held ég að þér hefði fundist þetta meira sannfærandi ef karakterarnir hefðu talað saman um eitthvað sem þú skildir en minntu þig ekki svona mikið á Árna Þór í tónlistarham. Sem þau gera. Svo er líka spurning hvernig þetta karlrembu point of view heldur vatni. Ég fílaði Juno og það hvað hún er sjálfstæð og hress og finnst miklu skemmtilegra að horfa á svoleiðis karakter en t.d. einhverja cheerleader mellu sem tottar stráka í frímínútum vegna þess að hún er svo óörugg með sjálfa sig. En kannski er það bara ég.
Fo' shiz. Love

Siggi Palli said...

4 stig.