
Þegar ég sagði að þeir sem hefðu áhuga á óvenjulegri mynd ættu að sjá Being John Malkovich, þá ættu þeir sömu líka að kíkja á Man Bites Dog (þ.e.a.s. ef morð og ofbeldi fara ekki illa í viðkomandi). Man Bites Dog minnti mig á Clockwork Orange. Myndirnar hafa sitthvað sameiginlegt, fylgst er með mönnum með vægast sagt óhefðbundið siðferði, gjörðum þeirra og þróun. Báðar myndirnar reyna líka að vera einkennandi fyrir sitt tímabil, áttundi áratugurinn er allsráðandi í Clockwork Orange og sést það vel í t.d. arkitektúr og klæðaburði. Man Bites Dog sýnir á móti tíunda áratuginn og firringuna sem fylgir honum (að mati höfunda myndarinnar).
Þessi mynd er klárlega fyrsta flokks á mjög margan hátt. Leikurinn er frábær og myndin sem er máluð upp af Ben er mjög áhrifamikil og sannfærandi. Allt ógeðið truflaði mig hins vegar frekar mikið - kannski er ég ekki nógu vanur svona grófum hlutum, og kannski ætti ég ekki að vera það?
2 comments:
3 stig.
108 og 1/2 komið maður, stutt í 200! Kommon!!
Post a Comment