Heimildarmynd sem sýnir áhorfandanum gríðarleg vandamál sem Francis Ford Coppola lenti í við gerð Apocalypse Now. Handrit, tökur, peningar og leikarar - allt virtist ætla að fara til andskotans á tímabili og eyðileggja mynd og jafnvel feril herra Coppola. Myndin er skv. mörgum besta "á-bakvið-tjöldin" heimildarmynd allra tíma.
"My film is not a movie. My film is not about Vietnam. It is Vietnam. It's what it was really like. It was crazy. And the way we made it was very much like the way the Americans were in Vietnam. We were in the jungle. There were too many of us. We had access to too much money… too much equipment. And, little by little, we went insane."
Þessi tilvitnun lýsir vel öllu því sem heimildarmyndin nær svo vel að fanga. Tökur tóku tvöfalt lengri tíma en upphaflega var ætlað og Coppola þurfti að greiða út milljónir dollar af sínum eigin peningum til að tryggja að myndin yrði kláruð.
Ef heimildarmyndin gerir eitthvað þá er það að sýna snilldina á bakvið Apocalypse Now. Martin Sheen, sem var gerður að aðalleikara myndarinnar viku eftir að tökur hófust (!), drakk sig t.d. svo blindfullan fyrir senuna með honum einum á hótelherbergi að hann hótaði tökuliðinu barsmíðum hvenær sem er. Skömmu seinna fékk hann alvarlegt hjartaáfall og dó næstum því, sem tafði að sjálfsögðu tökur ekkert smá mikið. Marlon Brando, með milljón dollara á viku, mætti spikfeitur og óæfður í tökurnar og á að hafa hótað að hætta að leika í myndinni.
Coppola sjálfur talar meira að segja um sjálfsmorð, sannfærður um að myndin muni verða ömurleg. Þessi mynd er eiginlega algert sjokk - þótt ótrúlegt sé vildi maður næstum því hafa verið á staðnum. Þessar tökur hafa verið þær erfiðustu nokkurntíman fyrir alla sem að þeim komu, en aftur á móti eru þær svo gríðarlegt ævintýri að manni finnst hversdagsleikinn hérna heima ótrúlega lítilmótlegur í samanburði.
Spurning um að kíkja til Írak!
Monday, March 31, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
6 stig.
Til hamingju! Þú ert nú kominn með 105½ stig.
Post a Comment