Monday, March 31, 2008

Oldboy (2003)

Sá þessa fyrir meira en ári síðan. Eins og mig minnir verður aðalpersónan, Ho Dae-su (leikin af Min-sik Choi), blindfullur og er rænt. Hann er síðan settur í eitthvað herbergi, þar sem hann æfir m.a. bardagalistir. Þegar honum er skyndilega sleppt, fimmtán árum seinna, ætlar hann síðan að leita hefnda. Uppgjörið verður vægast sagt mjög blóðugt.

Oldboy er fyrst og fremst ótrúlega kúl mynd. Hún minnir mig á aðra asíska mynd þar sem einhver að því er mig minnir japanskur milljónamæringur verður þreyttur á lífinu og fer að drepa fullt af fólki, þar á meðal foreldra sína. Löggan kemst síðan á slóðir hans. Ef þessi lýsing hringir einhverjum bjöllum þá væri ég mjög spenntur að fá að vita hvaða mynd þetta væri. En þetta var smá útúrdúr.


Asískar myndir hafa mjög mörg sameiginleg, og góð, einkenni. Þær eru mjög ýktar í kvikmyndatöku og leik, skipta t.d. mikið á milli víðra skota og super close-up skota, sem sýna t.d. bara hluta af andliti eða eitthvað í þeim dúr. Quentin Tarantino gerðist svo sniðugur að innleiða fullt af þessum hlutum í Hollywood með Kill bill tvennunni og hlaut hann endalaust lof fyrir. En Tarantino var ekki að finna neitt hjól upp - hann var einfaldlega að herma eftir hlutum sem hafa verið gerðir hinum megin á kúlunni miklu lengur.

Ég ætla að kíkja aftur á Oldboy við fyrsta tækifæri - hún hefur gríðarlega skemmtilegan stíl og heldur sig frá öllum vestrænum klisju-gildrum.

3 comments:

Bóbó said...

Ef þú lítur svo á að Tarantino hafi verið að "herma eftir" asískri kvikmyndagerð í Kill Bill þá gætirðu allt eins sagt að Quentin Tarantino hafi aldrei gert neitt frumlegt, því allar myndirnar hans, og þá sérstaklega Kill Bill, eru troðfullar af því sem þú kallar eftirhermu og ég kýs að kalla virðingarvott. Hann tekur þekkt minni úr ótal kvikmyndastefnum sem höfðu áhrif á hann og sameinar það allt saman í einni mynd, Kill Bill, og úr verður, að mínu mati, mikið meistaraverk. Hversu mikið fólk þakkar Tarantino fyrir snilldina getur það svo gert upp við sjálft sig.

Björn Brynjúlfur said...

Oft er talað um að skilgreiningin á frumleika sé að blanda saman tveimur hlutum á áður óþekktan hátt.

Það er því alveg sitthvor hluturinn að segja að Tarantino hafi tekið hluti frá Asíu og sett þá í Hollywoodmyndir og að segja að hann hafi aldrei gert neitt frumlegt.

Það er einmitt mjög frumlegt.

Siggi Palli said...

5 stig.

Og varðandi Kill Bill þá þakkaði hann sérstaklega einvherjum gamalreyndum japönskum leikstjóra fyrir innblásturinn. Mig minnir að það hafi verið Kinji Fukasaku, sem þið kannist kannski við sem leikstjóra Battle Royale.