Monday, March 31, 2008

Happy End (1966)

Svarthvít mynd frá Tékkóslóvakíu frá árinu 1966, sýnd afturábak. Ég kiknaði ekki beinlíni í hnjánum við þessa lýsingu þegar ég smellti loksins disknum frá Sigga Palla í tölvuna og kveikti á. Ég hafði reyndar kíkt á hana á imdb fyrst og séð að hún væri bara 71 mínúta og bjóst því ekki við að hún yrði mjög erfið í áhorfi.

Happy End snýr öllum skilningi gjörsamlega á hvolf. Hún hefst á manni sem drepur konuna sína og endar á því að sá sami maður fæðist. Plottið verður samt algert aukaatriði í þessu umhverfi - minnir mig á Memento nema á miklu miklu ýktara leveli. Réttara væri í raun að segja að þessi mynd minni mig ekki á neitt - svo óvenjuleg er hún.

Hún virðist ekki hafa slegið í gegn eða að hróðri hennar hafi verið haldið á lofti allt fram á okkar daga. 62 atkvæði á imdb nægir varla til að dekka þann fjölda sem kom að gerð myndarinnar. Ég tók því einkunninni 8.3 með mjög miklum fyrirvara, því að ljóst er að svona mynd getur aldrei fengið sláandi góða einkunn - til þess er hún of óhefðbundin.


Ég minnist þess einfaldlega að hafa verið að lesa Reviews um Being John Malkovich og mörgum fannst hún allt allt of skrýtin til að hægt væri að gefa henni góða einkunn. Happy End myndi eiga við sömu vandamál að glíma - bara margfalt verri.

Það sem ég hafði hins vegar ekki hugmynd um er að þetta væri grínmynd. Og meira að segja nokkuð fyndin sem slík. Samtölin eru mjög fyndin - leikararnir hafa þurft að tala afturábak til að samtöl virki í spilun myndarinnar og það er mjög einkennilegt að horfa á það.

Dæmi um atriði í myndinni. Frábært að sjá hann "klæða sig"!



Ég á eiginlega erfitt með að dæma myndina svona stuttu eftir að hafa séð hana. En ef tilgangurinn var að rugla áhorfandann alveg í ríminu og láta hann hlæja í leiðinni - þá er markmiðinu náð.