Friday, September 14, 2007
Sphere (1998)
Síðastliðna helgi skelltum við okkur nokkrir á Laugarásvídeó og leigðum Sphere. Þetta er vísindaskáldsaga sem fjallar um hóp sem sendur er ofan í Atlantshafið til að rannsaka risastórt geimskip, en vísbendingar eru um að líf sé í geimskipinu.
Þrátt fyrir að Sphere sé augljóslega ekki háklassamynd – t.d. er atburðarásin ótrúverðug og karakterarnir klisjukenndir – þá kunni ég vel að meta hana. Framandi tækni og pælingar um hvernig heimurinn er í framtíðinni er eitthvað sem hefur alltaf heillað mig mjög mikið.
Samuel L. Jackson er eftirminnilegastur af leikurunum. Þótt trúverðugleika karaktersins hans sé fórnað oftar en einu sinni til að gera myndina spennandi þá stendur maðurinn alltaf fyrir sínu. Ein versta mynd sem sést hefur lengi í bíó, Snakes on a Plane, varð til dæmis ótrúlega skemmtileg bara út af honum. Samuel L Jackson er ótrúlegur leikari - hann getur haldið uppi heilu myndunum.
Eitt sem var í góðu lagi í myndinni var spennan. Hópurinn er einangraður á botni Atlantshafsins bróðurpart myndarinnar og þegar fólk fer að deyja og ekkert er hægt að fara finnur maður virkilega vel fyrir óttanum og spennunni.
Eftir myndina er þó margt óútskýrt og handritshöfundurinn gerir ekki einu sinni tilraun til að útskýra aðalatriðin. Fyrst að handritið getur ekki svarað spurningunum sem vakna verður því að segja að þetta er ekki mjög vönduð vísindaskáldsaga. Það var í raun það sem ég var ósáttastur við - undir lok myndarinnar er í rauninni augljóst að þetta sé allt bull. Það er alveg öfugt við The Matrix t.d., þar sem söguþráðurinn er svo góður að maður veltir því næstum fyrir s1ér hvort hann geti verið sannur.
Sphere er fín spennumynd yfir poppi og rauðum kristal plús, en ekki mikið meira en það.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Mér fannst þessi mynd vera algjört drasl og skelfileg eyðsla á tíma mínum. En ég meina.. allir eru við nú mismunandi!
kv. Ádni
Snakes on a Plane kann að hafa verið vond mynd út frá raunverulegum standörtum alvarlegrar kvikmyndagerðar en ég get ekki annað en sagt að bíóferðin á þá mynd sé ein sú skemmtilegasta sem ég hef farið. situr þar í öðru sæti á eftir ferðinni á Asíuveislu Quentin Tarantino.
Post a Comment