Síðastliðið laugardagskvöld sá ég myndina The Thing heima hjá Jóni Gunnari Jónssyni, stórvini mínum og bróður Halldórs Hauks Jónssonar.
Hjá Jóni Gunnari voru nokkrir aðrir meistarar úr kvikmyndagerðinni, þeir Ingólfur Halldórsson, Árni Þór Árnason og Marinó Páll Valdimarsson. Áhugavert verður að fylgjast með bloggsíðum þeirra á næstu dögum og bera þeirra upplifun af þessari mynd saman við mína.
The Thing gerist á Suðurskautinu í einangraðri bandarískri rannsóknarstöð. Rannsóknarmennirnir grafa geimveru í dvala upp úr ísnum og hún veldur usla (blóðsúthellingum) í rannsóknarstöðinni með tilheyrandi spennu.
Þessi mynd var skemmtileg og augljóslega mjög mikið lagt í hana. Tæknibrellurnar voru einstaklega góðar miðað við að hafa komið út árið 1982 og myndin hefur líklega kostað skildinginn á sínum tíma. Ég hélt alltaf að The Empire Strikes Back, sem kom út á svipuðum tíma, hefði verið langt á undan sínum samtíma í tæknibrellum en þessi mynd kemst nokkuð nálægt henni á því sviði.
Annað sem ég kunni að meta við þessa mynd er hversu miklir töffarar allar persónurnar voru. Engar konur eru í myndinni og rannsóknarmennirnir voru alltaf svalir, jafnvel þótt þeir vissu að dauðinn væri óumflýjanlegur. Það var eitthvað töff við þennan kulda í persónunum, sem samblandað ískuldanum og einangruninni á Suðurskautinu gefur myndinni áhrifaríkan blæ.
Maður tekur eftir því að myndin sé komin til ára sinna, en það þarf ekki endilega að vera galli. Tónlistin er allt öðruvísi en tíðkast í dag og söguþráðurinn og uppbyggingin í myndinni eru einföld en myndir hafa oft samtvinnaðri atburðarás nú á dögum.
Mesti munurinn liggur þó í kvikmyndatökunni. Þessi mynd er að mörgu leyti sambærileg við Sphere, sem ég skrifaði um hér að neðan, og gaman er að bera saman kvikmyndatökuna. Í The Thing er mikið um “pan”-skot, stöðug skot og víð skot – á meðan Sphere er mikið með hreyfð skot og hraðar klippingar til að byggja upp spennu. Afleiðingin verður sú að spennan er minni en hún hefði getað verið, að minnsta kosti miðað við óhuggulegt útlit geimveranna.
Eftir stendur að þessi mynd er töff, hún hefur góðan nostalgíu-fýling og er virkilega vel gerð. Ég mæli með henni.
Allur snjórinn í The Thing lét mig vilja sjá Fargo aftur. Ég verð að gera það sem fyrst...
Monday, September 17, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
ég hefði viljað heyra eitthvað um maraþonið
Ef þú ert að tala um stuttmyndamaraþonið þá er það færslan fyrir neðan þessa. Tjekkit.
Það er skömm frá því að segja, en ég hef aldrei séð þessa útgáfu af The Thing. Samt er þetta besta útgáfan eftir því sem ég hef heyrt. Ég hef aftur á móti séð útgáfuna frá 1950 (ég held að það sé sú upprunalega), en það er sæmileg B-mynd sem er helst fróðleg fyrir þær sakir að skrímslið i henni er stökkbreytt grænmeti utan úr geimi, og þeim er fúlasta alvara með það...
Jeez. Ég verð samt að vera ósammála Birni. Mér persónulega fannst Sphere sjúga b**l en The Thing er ein af uppáhaldsmyndunum mínum. Mér finnst einmitt þögning og löngu víðskotin í henni vera svo geðveik- magna upp einangrunina og kuldann.
en allavega .. Kurt Russel er maðurinn!
Ká ell, Bysjan kann að meta vondar hryllingsmyndir ef Sphere er hans thing(orðagrín). Mér finnst þessi mun betri, meira spennandi, betur leikin, betri persónur og milljón sinnum svalara skrímsli. Raunar þyrfti að margfalda svalleika skrímslisins í Sphere með mínustölu til að fá út svalleika The Thing, svo mikið saug Sphere.
Post a Comment