1. Bond 22: Quantum of Solace
Bond er algert skylduáhorf og er ég spenntastur fyrir þessari af öllum myndum ársins. Myndin á að taka við Casino Royale í beinni tímaröð og það hljómar mjög vel fyrir persónusköpunina. Leikstjórinn er Marc Forster, en hans "breakthrough" mynd var Monster's Ball, en hann hefur einnig leikstýrt t.d. Finding Neverland, með Johnny Depp.
Christopher Nolan leikstýrir og Christian Bale leikur Batman aftur. Ég held að ekki þurfi að tíunda hversu vinsæl þessi mynd verður í sumar. Stefnir í stærstu mynd ársins og vonandi eina af þeim betri.
James McAvoy, einn efnilegasti leikarinn í Hollywood, Angelina Jolie og Morgan Freeman í mynd sem virðist ætla að vera gríðarlega töff. Mæli með trailernum: www.wantedmovie.com, hann minnir mig dálítið á Matrix – sem er bara gott, því það er besta mynd sem ég hef séð skv. topp 10 listanum.
4. 21
Sannsöguleg mynd um háskólanema í stærðfræði frá MIT í Bandaríkjunum sem fóru til Las Vegas til að græða á Blackjack, með stærðfræði. Ég hef heyrt af þessu áður og líst mjög vel á leikarahópinn, sem inniheldur m.a. Kevin Spacey og Lawrence Fishburne.
5. X-Files 2
Ég hef alltaf verið mjög spenntur fyrir X-files og horfði mikið á þættina. Mynd um geimverur með meistara David Duchovny sem Mulder í aðalhlutverki hljómar óneitanlega mjög vel. Reyndar á eftir að gefa myndinni nafn, en hún á að koma í lok júlí.
6. Indiana Jones & the Kingdom of the Crystal Skull
Indiana orðinn 65 ára og Spielberg leikstýrir enn. Þetta verður ein stærsta mynd ársins og gaman verður að sjá hvernig tekst til. Meðal fleiri leikara eru Ray Winstone og Kate Blanchett. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í lok maí.
7-8. Burn After Reading
Eitthvað CIA njósna-spennu-drama, leikstýrt af Coen bræðrum og fyrsta flokks leikarahóp (m.a. Brad Pitt, George Clooney og John Malkovich). Hljómar vel.
7-8. Body of Lies
Önnur CIA njósnamynd, í þetta skiptið leikstýrt af Ridley Scott og skartar Russel Crowe og Leonardo DiCaprio. Klassísk formúla, sem er kannski ástæðan fyrir því að von er á tveimur svona í ár.
9. The Incredible Hulk
Já, Hulk eitt var ömurleg, en núna er Edward Norton kominn í hlutverkið og tæknivinnan, sem floppaði algerlega í fyrstu myndinni (Hulk hegðaði sér frekar eins og Flubber heldur en stórt skrímsli í henni), hefur verið endurbætt. Ég er tilbúinn til að gefa henni séns
10. Sex & The City
Þættirnir eru mjög skemmtilegir og ef myndin kemst nálægt þeim vil ég hiklaust kíkja á hana.
---
Ítarefni: Grein Times Online um 50 stærstu kvikmyndir ársins 2008
4. 21
Sannsöguleg mynd um háskólanema í stærðfræði frá MIT í Bandaríkjunum sem fóru til Las Vegas til að græða á Blackjack, með stærðfræði. Ég hef heyrt af þessu áður og líst mjög vel á leikarahópinn, sem inniheldur m.a. Kevin Spacey og Lawrence Fishburne.
Ég hef alltaf verið mjög spenntur fyrir X-files og horfði mikið á þættina. Mynd um geimverur með meistara David Duchovny sem Mulder í aðalhlutverki hljómar óneitanlega mjög vel. Reyndar á eftir að gefa myndinni nafn, en hún á að koma í lok júlí.
6. Indiana Jones & the Kingdom of the Crystal Skull
Indiana orðinn 65 ára og Spielberg leikstýrir enn. Þetta verður ein stærsta mynd ársins og gaman verður að sjá hvernig tekst til. Meðal fleiri leikara eru Ray Winstone og Kate Blanchett. Áætlað er að myndin verði frumsýnd í lok maí.
7-8. Burn After Reading
Eitthvað CIA njósna-spennu-drama, leikstýrt af Coen bræðrum og fyrsta flokks leikarahóp (m.a. Brad Pitt, George Clooney og John Malkovich). Hljómar vel.
7-8. Body of Lies
Önnur CIA njósnamynd, í þetta skiptið leikstýrt af Ridley Scott og skartar Russel Crowe og Leonardo DiCaprio. Klassísk formúla, sem er kannski ástæðan fyrir því að von er á tveimur svona í ár.
9. The Incredible Hulk
Já, Hulk eitt var ömurleg, en núna er Edward Norton kominn í hlutverkið og tæknivinnan, sem floppaði algerlega í fyrstu myndinni (Hulk hegðaði sér frekar eins og Flubber heldur en stórt skrímsli í henni), hefur verið endurbætt. Ég er tilbúinn til að gefa henni séns
10. Sex & The City
Þættirnir eru mjög skemmtilegir og ef myndin kemst nálægt þeim vil ég hiklaust kíkja á hana.
---
Ítarefni: Grein Times Online um 50 stærstu kvikmyndir ársins 2008
4 comments:
21 er aljgör snilld. Gæjarnir í alvörunni eru tveir ljótir Asíubúar en auðvitað fékk Hollywood ógeðslega fallegt par til að leik þá...
Ég var fokking spenntur fyrir wanted á tímabili enda er bókin algjör snilld. Síðan þegar ég sá trailerinn sá ég hvernig sögu bókarinnar hafði verið gersamlega slátrað þannig að ég er rosalega skeptískur á hana núna... Annars væri minn listi frekar líkur að Incredible Hulk undanskilinni, enda er ég einn af þeim fáu sem fílaði alveg Ang Lee myndina og hata tilhugsunina um Liv Tyler að taka við af Jennifer Connelly
Skemmtilegur listi. Ég er ekki farinn að hugsa svona langt fram, það eru ennþá of margar myndir sem ég á eftir að sjá.
Varðandi Bond: Ótrúlega misheppnað nafn og sérstaklega furðulegt val á leikstjóra. Að ráða leikstjóra sem hefur getið sér gott orð fyrir litlar dramatískar myndir til þess að leikstýra brellukraðaki eins og Bond finnst mér ákveðinn dómgreindarbrestur. Samt finnst mér þetta rosalega fínn leikstjóri, og ég vona að hann komist klakklaust frá verkinu.
Varðandi Body of Lies. Nú á ég reyndar eftir að sjá American Gangster, en mér finnst maður alltaf verða fyrir vonbrigðum með myndirnar hans (að Alien og Blade Runner undanskildum). Oft líta þær vel út á pappírnum: hugmyndin góð, fínir leikarar o.s.frv., en þegar á hólminn er komið er niðurstaðan vonbrigði...
7 stig.
Post a Comment