Tuesday, February 12, 2008

Shortbus (2006)

Eftir að Jón bloggaði eftirminnilega 1800 orða færslu um þessa mynd langaði mig til að sjá hana. Ég veit ekki hvað það var (vonandi ekki hommaklámslýsingarnar), en eitthvað heillaði við hana. Ég kíkti því á hana á hana fyrir um viku síðan og blogga um hana núna.

Nærtækast er að bera þessa mynd saman við tvær myndir, Kids og Ken Park. Þar sem nú er orðið frekar langt síðan ég sá Kids mun ég samt aðallega bera hana saman við Ken Park.

Meginmunurinn á þessum tveimur myndum er að allt sjokk-effectið í Ken Park er bara gert til að sjokkera, á meðan allar senurnar í Shortbus hafa tilgang og þróa persónur myndarinnar áfram. Ég hélt reyndar að hér stefndi í aðra Ken Park þegar upphafsatriðið stóð sem hæst, en nánari lýsingar á því atriði má lesa á blogginu hans Jóns. Síðan kemur í ljós að öll þessi atriði hafa tilgang.

Annar grunnmunur á grófu senum myndarinnar er að í Shortbus eru senurnar jákvæðar, en í Ken Park eru þær á einhvern hátt allar tengdar einhverju dimmu og neikvæðu.

Gagnrýni á siðferðislegt gildi Shortbus finnst mér ekki vera réttmæt. Það vita allir að myndin er gróf, á coverinu stendur að þetta sé grófasta kynlífsmynd sem farið hafi í almenn kvikmyndahús. Þeir sem sjá hana ættu því ekki að láta sum atriðin koma sér á óvart.

Meðal þess sem ég fíla við þessa mynd er hvað hún nær mikilli stemningu. Myndin gerist í New York og allt snýst um næturklúbbinn Shortbus, þar sem öll bóhemin eru mætt, til að spjalla, drekka og fara í orgíur. Stemningin er rosalega hippaleg - algjört frelsi og enginn hugsar um hvað náunganum finnst um sig.

Aðalpersóna myndarinnar heitir Sofia og er kynlífsráðgjafi. Plott myndarinnar snýst um að hún getur ekki fengið fullnægingu og rekst á Shortbus í leit sinni að alsælunni. Eitt það athyglisverðasta við myndina er hversu ótrúlega góð leikkona leikur hana. Maður hefði haldið að mynd sem krefst þess að þú ríðir einhverjum leikara á ótrúlega marga vegu myndi skera niður úrval góðra leikkvenna niður í ekkert. Það virðist hins vegar ekki hafa verið vandamál fyrir leikstjórann, og leikur hennar er eftirminnilegur.

Annar mjög skemmtilegur fídus er þrívíddarmódel af New York, sem er notað til að fara á milli húsa og sýnir líka þegar rafmagnið fer af borginni. Þetta var rosalega fersk leið til að sýna hvað var í gangi í myndinni og virkaði ótrúlega vel.

Á heildina séð er Shortbus ekki lík neinni annarri mynd sem ég hef séð. Hún er ótrúlega fersk, innlifunin er alger og maður beinlínis dregst inn í söguna. Ég velti því fyrir mér hvort skortur á grafískum senum sem sýna heilsteypt líf persónu eins og það er í raun skemmi ekki fyrir öðrum myndum. Eitt er víst að ef þessi mynd hefði verið ritskoðuð þá myndi það gereyðileggja hana.

Ég mæli eindregið með Shortbus.

2 comments:

Siggi Palli said...

Fín færsla.

Tek undir það að þessi mynd sleppur undan exploitation-stimplinum vegna þess hversu jákvæð hún er, hún fjallar einfaldlega um kynferði á mjög opinn (og opinskáan) og jákvæðan hátt.

Stigagjöf: 4 stig

Siggi Palli said...

Endurskoðað. 6 stig.