Monday, March 31, 2008

Being John Malkovich (1999)

Ég horfði á þessa mynd í annað sinn í gær. Þetta var í annað sinn sem ég sá myndina. Það var reyndar orðið svo langt síðan ég sá hana fyrst að ég mundi lítið sem ekkert eftir henni. Merkilegt hvernig myndir þurrkast úr minninu á örfáum árum, eiginlega skuggalegt. Lætur mann velta því fyrir sér hvort kvikmyndaáhorf sé í raun frekar mikil tímasóun, fyrst næstum allt sem maður horfir á gleymist innan skamms.

Nema hvað. Mig minnti að þessi mynd hefði verið allt of undarleg og skringileg fyrir minn smekk. Upplifunin við að horfa á þessa mynd núna er önnur, og miklu betri. Líklega hef ég ekki verið nógu gamall þegar ég sá hana fyrst, enda langt síðan.

Myndin fjallar um brúðustjórnanda (e. puppeteer) sem heitir Craig Schwartz og er vægast sagt alger undirmálsmaður. Í nýrri vinnu á undarlegum vinnustað finnur hann göng sem gera honum kleift að vera inni í höfðinu á John Malkovich í fimmtán mínútur. Þessi uppgötvun startar atburðarás sem er mjög hröð, fyndin, spennandi og heimspekileg.

Nokkur atriði varðandi þessa mynd sitja eftir betur en önnur. Í fyrsta lagi er Craig (leikinn af John Cusack) mjög ýkt en einnig mjög trúverðug persóna. Þetta tvennt fer sjaldan saman en virkar ótrúlega vel í myndinni. Hann kann ekki að klæða sig, klippir sig ekki og rakar sig ekki, talar lágt og muldrar næstum því og er að sjálfsögðu hræðilegur í samskiptum við konur. Hér eru tvö dæmi þar sem hann reynir við vinnufélaga sinn:

Craig Schwartz: Can I buy you a drink, Maxine?
Maxine: Are you married?

Craig Schwartz: Yes, but enough about me.

Maxine: Tell me a little about yourself.
Craig Schwartz: Well, I'm a puppeteer...
Maxine: [turns to bartender] Ch
eck!

Þessar tvær tilvitnanir leiða mig að því næsta, sem er hversu virkilega fyndin þessi mynd er. Það er hægt að horfa á þessa mynd án þess að koma auga á grínið og það gera það eflaust sumir, en ef hlustað er nákvæmlega á það sem sagt er eru ótrúlega fyndnir brandarar í línum persónanna. Dæmi:


Craig Schwartz: There's a tiny door in my office, Maxine. It's a portal and it takes you inside John Malkovich. You see the world through John Malkovich's eyes... and then after about 15 minutes, you're spit out... into a ditch on the side of The New Jersey Turnpike.
Maxine: Sound
s great!. Who the fuck is John Malkovich?
Craig Schwartz: Oh, he's an actor. He's one of the great American actors of the 20th century.
Maxine: Oh yeah? What's he been in?

Craig Schwartz: Lots of things. That jewel thief movie, for example. He's very well respected.

Og þessi tilvitnun sýnir loks þriðja atriðið, sem er hversu vel þessi mynd nær að gera grín að því hversu firrtur heimurinn er þegar kemur að frægu fólki. Craig nær til dæmis með brúðuhæfileikum sínum að stjórna John Malkovich algerlega og lætur hann snúa sér alfarið að sínu fagi – brúðustjórnun. Craig gat ekki einu sinni fengið vinnu út á brúðustjórnun en þegar hann er orðinn John Malkovich þá fer hann einfaldlega á umboðsskrifstofuna:

Larry the Agent: John! Great to see you! Sorry about the cunt at reception.
Craig Schwartz (sem John Malkovich): This is my fiancÈe Maxine.
Larry the Agent: Great to see you, Maxine. Sorry about the cunt at reception. Please have a seat.

Craig Schwartz (sem John Malkovich): Larry. From now on I’m no longer an actor, I’m a puppeteer.
Larry the Agent: Okay, great. Sure, no problemo. Poof, you’re a puppeteer. Just let me make a couple of phonec
alls.

Átta mánuðum síðar er hann síðan orðinn heimsfrægur brúðustjórnandi sem veitir fólki um allan heim innblástur, fær standandi lófatak og áhorfendurnir hans gráta yfir fegurð listarinnar sem hann töfrar fram í brúðunum. Hæðnin er greinilega ekki langt í burtu. Það er líka fyndið að sjá t.d. umboðsmanninn, ritarinn lét John Malkovich bíða í eina mínútu og Larry var ekki lengi að afsaka það… tvisvar.

Loks fannst mér mjög gaman að sjá allar heimspekilegu pælingarnar. Í eitt skipti, í frábæru og mjög fyndnu atriði, fer John Malkovich inn í göngin (með einhverjum kínverja) og sér sjálfan sig… alls staðar. Og eina orðið, blótsyrði, söngur eða hæ – eina orðið er Malkovich:

Waiter: Malkovich?
John Malkovich: MALKOVICH!
Waiter: Malkovich.

Í öðru atriði fara aðalpersónurnar þrjár allar inn í John Malkovich í einu og tvær þeirra lenda í undirmeðvitundinni hans. Þær enda á að hlaupa á milli æskuminninga þar sem John Malkovich er lagður í einelti, þefar af nærbuxum og gerir alls konar hluti í þeim persónulega dúr.

Mig langar sérstaklega að minnast á handritið. Myndin inniheldur ein best skrifuðu samtöl sem ég man eftir í bíómynd í fljótu bragði. Ég hef sjaldan munað tilvitnanir úr bíómyndum en úr þessari þarf ég að hafa hemil á mér til að setja ekki miklu fleiri hingað inn. Öll samtöl koma sér svo beint að aðalatriðunum – það er tilgangur með hverju orði í öllum samtölum og maður þarf að fylgjast vel með til að taka alla merkinguna inn.

Leikstjóri myndarinnar, Spike Jonze, er fyrst og fremst þekktur fyrir tónlistarmyndbönd, m.a. með Björk. Þetta var held ég hans fyrsta kvikmynd og ég efast um að hann nái nokkurntíman að toppa sig. Ég ætla samt að kíkja á Adaptation sem fyrst. Það er mynd frá 2002 með Nicholas Cage sem Spike Jonze leikstýrði líka. Ef sú mynd kemst nálægt Being John Malkovich hvað varðar handrit er að minnsta kosti öruggt að þar er sé góð mynd á ferðinni.

Handritshöfundurinn, Charlie Kaufman, hefur meðal annars skrifað handrit að Eternal Sunshine of the Spotless Mind (2004), Confessions of a Dangerous Mind (2002) og Adaptation (2002). Af þessum myndum hef ég bara séð Eternal Sunshine og ég kunni alls ekki að meta hana. Reyndar er eitthvað síðan ég sá hana. Spurningin er hvort ég hafi einfaldlega misst af snilldinni í handriti þeirrar myndar. Það væri þá í annað sinn sem ég gerði þau mistök.

Ég mæli með þessari mynd við alla sem eru opnir fyrir mynd sem óvenjulegri en flestar aðrar, en vitsmunaleg og mjög, mjög fyndin.

1 comment:

Siggi Palli said...

Mæli með því að þú kíkir á Eternal Sunshine aftur. Mér fannst hún a.m.k. ansi góð. Adaptation er líka fín, en ég hef aldrei almennilega komist yfir upphaflegu vonbrigðin - ég fór nefnilega á hana með svo flennistórar væntingar (einmitt út af þessari) og varð fyrir talsverðum vonbrigðum þegar hún var "bara" frekar góð...

8 stig.