Þessi er nýleg og ég kíkti á hana eftir meðmæli frá... mömmu. Ég sá strax af hverju þetta er mynd sem mömmur kunna að meta. Það er eitthvað sem erfitt er að koma í orð en hún er á einhvern hátt látin vera "sniðug á fallegan hátt." Ég fann fyrir örlitlu af sama leikstjórnarhroka og ég fann fyrir í Juno, þ.e. á einhvern hátt er gert lítið úr öllum persónunum til að gera myndina fyndna. Litlir hlutir eins og að láta soninn vera jafn glataðan og hann er minnti mig á Beaver í Juno, sem er einnig ótrúlega glataður.
Í raun mætti lýsa þessu þannig að ég upplifi svona hluti sem þvingaða, að handritshöfundurinn og leikstjórinn séu að reyna að neyða myndina til að vera sniðuga með því að ýkja persónurnar í allar áttir til að þjóna plottinu og fallegheitunum. Til dæmis er aðalpersóna Little Miss Sunshine leikin af Steve Carrell. Hann kemur inn á heimili fjölskyldunnar eftir sjálfsmorðstilraun og má aldrei vera einn af ótta við að hann fyrirfari sér. Eftir einn bíltúr er hann síðan orðinn hinn allra hressasti, hlæjandi og styðjandi við bakið á öllum í fjölskyldunni. Táningsdrengurinn á mótþróaskeiðinu hættir líka með allan mótþróa í lok myndarinnar og verður ótrúlega hamingjusamur með foreldrum sínum. Þetta fer allt saman mjög vel í mömmur heimsins, en þarna er verið að sveigja ýmislegt til að ná fram fallega og fullkomna endinum.
Persónur myndarinnar voru mjög misjafnar. Hér kemur nánari útlistun:
Þunglyndissjúklingurinn (Steve Carrell)
Skemmtilegasta persónan, þótt sumir hlutir við hann séu ekki fullkomlega sannfærandi leikur Steve Carrell svo vel að maður hefur sjálfkrafa gaman að honum. Hann er líka gáfaðasta persónan í myndinni, var prófessor (þeas þangað til hann var rekinn).
Restin (sonurinn, mamman, pabbinn og afinn)
Ég áttaði mig á því að það væri algjört ofmat að reyna að greina hverja einustu persónu, til þess eru þær einfaldlega og svipaðar að uppbyggingu. Mamman finnst mér reyndar vera síst og afinn næst á eftir Steve Carrell. Ég hef einfaldlega ekki nógu sterka skoðun á þessari mynd til þess að fara ítarlega út í hana (ef það er á annað borð hægt). Þó langar mig að minnast á bestu aukapersónuna í myndinni. Það er fimmtuga face-lift konan sem á fegurðarsamkeppnina Little Miss Sunshine. Hún er ótrúlega fyndin týpa og nákvæmlega eins og maður ímyndar sér að umsjónarkonur fegurðarsamkeppna séu.
Ég hafði samt mjög gaman að sögusviðinu. Miðstéttarfjölskylda í Bandaríkjunum ferðast mörg hundruð mílur á gulu Volkswagen Rúbrauði til að fara með litlu dótturina á fegurðarsamkeppni fyrir fimm ára börn. Myndin snýst síðan fyrst og fremst um þetta ferðalag um þjóðvegi Bandaríkjanna. Little Miss Sunshine er alls ekki léleg mynd, en hún reynir of mikið að vera sniðug. Hún gerir það á kostnað aðalpersónanna og fyrir vikið stendur ekki mjög mikið eftir undir lokin. Maður slekkur samt á VLC í góðu skapi - myndinni tekst það þó eftir allt saman.
Monday, March 31, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hún virkaði mjög vel fyrir mig, og einhvern vegin betur en Juno. Veit ekki af hverju...
Fín færsla. 6½ stig.
...og er afinn ekki þarna í bakgrunninum á myndinni?
Ég er sammála þér með þessa og Juno - ég kunni miklu betur við þessa en hana. Mér finnst gallar þessara tveggja mynda vera svipaðir, í Juno finnst mér þessir gallar vera mun meira áberandi
Post a Comment