Sumar myndir eru svo dæmigerðar að það hefði nákvæmlega engu breytt ef þær hefðu ekki verið framleiddar. Two Weeks Notice er ein af þeim myndum. Sandra Bullock leikur stjarnfræðilega klára stelpu sem er fullkomlega góðhjörtuð og á móti stórfyrirtækjum og Hugh Grant leikur ótrúlega ríkan mann sem er ótrúlega sjálfsupptekinn. Þessir ýktu og einföldu karakterar þynna myndina út eins og ítalska pizzu allt frá fyrstu mínútu.
Plottið í sögunni er að Hugh Grant vantar gáfaðan kvenkyns lögfræðing með eins dags fyrirvara og hann ræður Söndru Bullock þar sem hann hittir hana við að mótmæla niðurrifi á félagsmiðstöð sem hún er að berjast fyrir en hann ætlar að rífa. Hin góðhjartaða Bullock bjargar félagsmiðstöðinni sinni gegn því að fara að vinna hjá Grant. Smám saman fær hún þó nóg af egói herra Grant og ákveður að hætta og þá byrjar dramað fyrir alvöru. Hugh Grant leyfir henni ekki að hætta. Bambambambam… spennandi?
Nei, þessi mynd er ekki spennandi. En hún er ágætlega fyndin og það er skemmtilegur andi í henni. Það skemmtilegasta í myndinni fannst mér vera þegar Bullock er að reyna að hætta og Grant prófar nýjan kven-lögfræðing sem fer að reyna við hann. Skyndilega verður Bullock öfundsjúk og upphefst mjög hjákátleg samkeppni á milli hennar og nýja ritarans, sem endar með slagsmálum.
Myndin á sína spretti í gríninu, en hún verður heldur klisjukennd í dramanu og rómantíkinni. Í heildina ágæt mynd, ef verið er að leita að dæmigerðri rómantískri gamanmynd.
Tuesday, November 27, 2007
Monday, November 26, 2007
The Making of Die Hard 4.0
Ég rakst á Making Of Die Hard 4.0 í dag. Þessi heimildarmynd sýndi mér nýjar víddir í Die Hard 4 sem ég tók engan vegin eftir þegar ég sá myndina á hvíta tjaldinu. Að sjá making of myndina gerir því Die Hard 4 miklu betri í minningunni heldur en þegar ég upplifði hana fyrst.
Fyrir það fyrsta má náttúrulega nefna allar hasarsenurnar. Atriðið þar sem McLane keyrir lögreglubílnum upp í þyrluna er til dæmis tekið í alvöru. Lögreglubíl var skotið áfram með reipi og nítróglyseríni eftir rampi upp í þyrlu sem hékk í krana og allt var látið springa við áreksturinn. Í senunni með orrustuflugvélini var síðan smíðaður og sprengdur hluti úr hraðbraut og skotin af þotunni eru tekin sér og síðan sett inn í rammann.
Prinsippið með öllu þessu veseni er að tölvuteikna sem minnst. Þótt tölvugrafík fari hratt fram er enn í dag alltaf töluvert raunverulegra að skjóta hlutina fyrir alvöru. Leikstjórinn grípur því einungis til tölvugrafíkur ef annað er algerlega ómögulegt.
Eftir að sjá þessa heimildarmynd langar mig til að sjá Die Hard 4 aftur. Það væri gaman að veita öllum smáatriðunum athygli, því þau eru öll úthugsuð.
Fyrir það fyrsta má náttúrulega nefna allar hasarsenurnar. Atriðið þar sem McLane keyrir lögreglubílnum upp í þyrluna er til dæmis tekið í alvöru. Lögreglubíl var skotið áfram með reipi og nítróglyseríni eftir rampi upp í þyrlu sem hékk í krana og allt var látið springa við áreksturinn. Í senunni með orrustuflugvélini var síðan smíðaður og sprengdur hluti úr hraðbraut og skotin af þotunni eru tekin sér og síðan sett inn í rammann.
Prinsippið með öllu þessu veseni er að tölvuteikna sem minnst. Þótt tölvugrafík fari hratt fram er enn í dag alltaf töluvert raunverulegra að skjóta hlutina fyrir alvöru. Leikstjórinn grípur því einungis til tölvugrafíkur ef annað er algerlega ómögulegt.
Eftir að sjá þessa heimildarmynd langar mig til að sjá Die Hard 4 aftur. Það væri gaman að veita öllum smáatriðunum athygli, því þau eru öll úthugsuð.
Sunday, November 25, 2007
American Movie (1999)
Þetta er heimildarmynd frá árinu 1999 eftir Chris Smith. Hún fjallar um kvikmynda(r)- gerðarmanninn Mark Borchardt sem vinnur í þrjú ár að því að klára hryllings-stuttmyndina “Covan.” Þetta ævintýri Marks er í raun birtingarmynd bandaríska draumsins margumtalaða á mann sem hefur áhuga á kvikmyndagerð.
Þessi heimildarmynd var mjög vel gerð. Mér leið næstum eins og fólkið vissi ekki af myndavélinni, og þegar það tjáði sig við heimildarmyndargerðarmanninn var það mjög opið og kom sér beint að efninu. Klippingin var einnig mjög skemmtileg og hún gerir þessa mynd að mörgu leyti eins fyndna og hún er. Án húmors væri þess mynd allt of þung til að vera skemmtileg. Áfengið, dópið og ástandið á fjölskyldunni er of slæmt til að hægt sé að sýna það og kalla útkomuna afþreyingu.
Mark virkar á einhvern hátt svo ótrúlega vonlaus í þessari viðleitni sinni. En það fyndna er að hann er ekki alger vitleysingur – klippurnar sem eru sýndar úr Covan líta bara ágætlega út og hafa sína ljósu punkta.
Eins og margar heimildarmyndir er American Movie samt hæg á köflum og verður langdregin í endann, sem ætti að vera alger óþarfi. Svo er spurningin hvort það sé siðferðislega rétt að í rauninni gera grín að fólkinu og misförum þess til þess eins að gera heimildarmynd skemmtilegri...
Þessi heimildarmynd var mjög vel gerð. Mér leið næstum eins og fólkið vissi ekki af myndavélinni, og þegar það tjáði sig við heimildarmyndargerðarmanninn var það mjög opið og kom sér beint að efninu. Klippingin var einnig mjög skemmtileg og hún gerir þessa mynd að mörgu leyti eins fyndna og hún er. Án húmors væri þess mynd allt of þung til að vera skemmtileg. Áfengið, dópið og ástandið á fjölskyldunni er of slæmt til að hægt sé að sýna það og kalla útkomuna afþreyingu.
Mark virkar á einhvern hátt svo ótrúlega vonlaus í þessari viðleitni sinni. En það fyndna er að hann er ekki alger vitleysingur – klippurnar sem eru sýndar úr Covan líta bara ágætlega út og hafa sína ljósu punkta.
Eins og margar heimildarmyndir er American Movie samt hæg á köflum og verður langdregin í endann, sem ætti að vera alger óþarfi. Svo er spurningin hvort það sé siðferðislega rétt að í rauninni gera grín að fólkinu og misförum þess til þess eins að gera heimildarmynd skemmtilegri...
Saturday, November 24, 2007
8 ½ (1963)
Ótrúlegt. Eftir að hafa séð The General fer ég fram í kvikmyndasögunni um 44 ár og hvað gerist? Kvikmyndalistinni virðist hafa farið aftur!
Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki frekar munurinn á amerískum og evrópskum myndum sem ég sé að lenda í, frekar en tímamismunurinn. Svo ég minnist ekki á muninn á leikstjórunum. Á meðan Buster Keaton er grínisti er Fellini listrænn geðsjúklingur og lætur það skína í gegn í myndunum sínum.
Gallinn við 8 ½ er það þetta telst varla sem kvikmynd. Senurnar meika ekkert sens og tengjast á mjög einkennilegan hátt. Þessari mynd tekst eitt betur en allt annað – að pirra áhorfandann. Að því er virðist í miðri senu þegar maður er rétt farinn að venjast sögunni er maður rifinn burt og í glænýja lítið eða ekkert tengda senu með allt öðrum pælingum.
Gamlar og klassískar kvikmyndir finnst mér alltaf sleppa fyrir horn ef þær hafa góðan söguþráð sem þær fylgja sæmilega vel. The General er gott dæmi um þetta – þrátt fyrir að vera mjög löng heldur hún dampi vegna þess að allir geta fylgt sögunni. Fellini er hins vegar út um allt og það líkar greinilega mörgum – að minnsta kosti við upphafninguna sem þessi mynd fær um allt. Ég virðist einfaldlega vera á annarri bylgjulengd í þetta skiptið.
Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki frekar munurinn á amerískum og evrópskum myndum sem ég sé að lenda í, frekar en tímamismunurinn. Svo ég minnist ekki á muninn á leikstjórunum. Á meðan Buster Keaton er grínisti er Fellini listrænn geðsjúklingur og lætur það skína í gegn í myndunum sínum.
Gallinn við 8 ½ er það þetta telst varla sem kvikmynd. Senurnar meika ekkert sens og tengjast á mjög einkennilegan hátt. Þessari mynd tekst eitt betur en allt annað – að pirra áhorfandann. Að því er virðist í miðri senu þegar maður er rétt farinn að venjast sögunni er maður rifinn burt og í glænýja lítið eða ekkert tengda senu með allt öðrum pælingum.
Gamlar og klassískar kvikmyndir finnst mér alltaf sleppa fyrir horn ef þær hafa góðan söguþráð sem þær fylgja sæmilega vel. The General er gott dæmi um þetta – þrátt fyrir að vera mjög löng heldur hún dampi vegna þess að allir geta fylgt sögunni. Fellini er hins vegar út um allt og það líkar greinilega mörgum – að minnsta kosti við upphafninguna sem þessi mynd fær um allt. Ég virðist einfaldlega vera á annarri bylgjulengd í þetta skiptið.
Friday, November 23, 2007
The General (1927)
Ég tók mig loksins til í gærkvöldi og kíkti á The General eftir Buster Keaton. Dálítið seint fyrir skyldumynd, en betra er seint en aldrei. Ég ætla mér líka að sjá American Movie og átta og hálfan á næstu dögum.
Ég verð að segja að The General kom mér skemmtilega á óvart. Mín reynsla úr kvikmyndafræðinni er að myndir sem nálgast áttræðisaldurinn séu undantekningalítið skelfilegar. Nýjasta sönnunin á þessu hjá mér var Nosferatu, sem er þó “einungis” 78 ára. Ég hafði svo lítið gaman af þeirri mynd að mér kæmi ekki einu sinni til hugar að blogga um hana.
En aftur að myndinni. The General er nafnið á lest sem maður að nafni Johnny Gray (sem Buster Keaton leikur) sér um. Þegar borgarastríðið hefst í Bandaríkjunum er Hershöfðingjanum rænt af óvinunum, en í farþegavögnunum er ástin í lífi Johnny’s - Annabelle Lee. Johnny hefur því eltingaleik til að ná Hershöfðingjanum og unnustunni aftur.
Það sem kom mér á óvart við þessa mynd er hversu mikill meistari grínsins Buster Keaton er. Hann lætur ómerkilegustu hluti vera skemmtilega og hélt þannig athygli minni (nokkurn vegin) út myndina, þrátt fyrir að löng sé. Að sjálfsögðu hefði verið hægt að þétta grínið eitthvað – myndin gerir mjög mikið upp úr því að vera aðgengileg og auðskilin og það er stundum gert á kostnað hraðari klippinga – eitthvað sem maður sér ekki lengur í dag. Ofan á þetta er svo vel passað upp á að hver einasti áhorfandi fylgi sögunni að senurnar, sérstaklega í lestinni, endurtaka sig of mikið. Þar vantar líka meira grín – myndin virðist skipta dálítið úr því að reyna að vera grínmynd og í að reyna að vera spennumynd, þegar það hefði dugað henni mjög vel að halda sig við grínið.
En á heildina skemmti ég mér vel yfir þessari mynd og það kom mér á óvart að sjá svona gamla ræmu sem endist þetta vel.
Ég verð að segja að The General kom mér skemmtilega á óvart. Mín reynsla úr kvikmyndafræðinni er að myndir sem nálgast áttræðisaldurinn séu undantekningalítið skelfilegar. Nýjasta sönnunin á þessu hjá mér var Nosferatu, sem er þó “einungis” 78 ára. Ég hafði svo lítið gaman af þeirri mynd að mér kæmi ekki einu sinni til hugar að blogga um hana.
En aftur að myndinni. The General er nafnið á lest sem maður að nafni Johnny Gray (sem Buster Keaton leikur) sér um. Þegar borgarastríðið hefst í Bandaríkjunum er Hershöfðingjanum rænt af óvinunum, en í farþegavögnunum er ástin í lífi Johnny’s - Annabelle Lee. Johnny hefur því eltingaleik til að ná Hershöfðingjanum og unnustunni aftur.
Það sem kom mér á óvart við þessa mynd er hversu mikill meistari grínsins Buster Keaton er. Hann lætur ómerkilegustu hluti vera skemmtilega og hélt þannig athygli minni (nokkurn vegin) út myndina, þrátt fyrir að löng sé. Að sjálfsögðu hefði verið hægt að þétta grínið eitthvað – myndin gerir mjög mikið upp úr því að vera aðgengileg og auðskilin og það er stundum gert á kostnað hraðari klippinga – eitthvað sem maður sér ekki lengur í dag. Ofan á þetta er svo vel passað upp á að hver einasti áhorfandi fylgi sögunni að senurnar, sérstaklega í lestinni, endurtaka sig of mikið. Þar vantar líka meira grín – myndin virðist skipta dálítið úr því að reyna að vera grínmynd og í að reyna að vera spennumynd, þegar það hefði dugað henni mjög vel að halda sig við grínið.
En á heildina skemmti ég mér vel yfir þessari mynd og það kom mér á óvart að sjá svona gamla ræmu sem endist þetta vel.
Thursday, November 22, 2007
Closer (2004)
Þetta er nýleg mynd sem ég sá í fyrradag. Hún kom út árið 2005 á Íslandi en ég hef ekki heyrt af þessari mynd fyrr en ég sá hana úti á vídjóleigu. Myndin skartar mjög “hipp” leikurum, þeim Natalie Portman, Jude Law, Juliu Roberts og Clive Owen. Leikstjóri myndarinnar heitir Mike Nichols. Myndin fjallar í sem stystu máli um ástar-ferhyrning þessara fjögurra persóna og þær tilfinningar og drama sem skapast í kringum það.
Það fyrsta sem kemur upp í hugann við þessa mynd er hversu óvenjuleg hún var. Ég hef ekki séð mynd svipaða þessari áður. Það eitt og sér finnst mér vera kostur. Það sem var óvenjulegt við myndina er framvindan, aðalpersónurnar fjórar, umfjöllunarefnið og stíllinn. Framvinda myndarinnar er óvenjuleg á þann hátt að fyrst eru nokkrar senur sýndar á ákveðnum tímapunkti og síðan er skyndilega spólað allt að ár fram í tímann, þar sem nokkrar senur í viðbót eiga sér stað, og svo framvegis. Þessi stíll hafði kosti og galla, en var fyrst og fremst ferskur.
Sögusviðið var einnig sterkur kostur við myndina. Myndin gerist í Lundúnum, aðallega í kokteilboðum, á götum úti, í fínni íbúð og í miðstéttaríbúð. Umhverfið í London er mjög flott og smellur mjög vel saman við stemninguna í myndinni og litatónana sem notaðir eru.
En að sögunni sjálfri. Persónurnar í myndinni höfðu allar mjög sterk persónueinkenni sem lituðu þau út myndina. Í samskiptum þeirra kynnist áhorfandinn persónunum betur og betur. Atburðarrásin þróast áfram og er sífellt að breytast, en undir lokin er eins og allar persónurnar séu komnar í blindgötu. Endirinn var því endasleppur, hann virtist að mörgu leyti stafa af því að karakterarnir voru fullnýttir og ekki var hægt að kreista meira út úr þeim.
Strax eftir áhorfið kunni ég ekki vel við þessa mynd. Hins vegar, eftir að hafa horft á Cruel Intentions nokkrum dögum síðar, áttaði ég mig á því hversu miklu dýpri Closer er miðað við fjölmargar aðrar myndir. Ég hef hugleitt persónurnar í Closer af og til eftir að ég sá myndina, og þannig eiga myndir að vera. Þær eiga að skilja eitthvað eftir.
Það fyrsta sem kemur upp í hugann við þessa mynd er hversu óvenjuleg hún var. Ég hef ekki séð mynd svipaða þessari áður. Það eitt og sér finnst mér vera kostur. Það sem var óvenjulegt við myndina er framvindan, aðalpersónurnar fjórar, umfjöllunarefnið og stíllinn. Framvinda myndarinnar er óvenjuleg á þann hátt að fyrst eru nokkrar senur sýndar á ákveðnum tímapunkti og síðan er skyndilega spólað allt að ár fram í tímann, þar sem nokkrar senur í viðbót eiga sér stað, og svo framvegis. Þessi stíll hafði kosti og galla, en var fyrst og fremst ferskur.
Sögusviðið var einnig sterkur kostur við myndina. Myndin gerist í Lundúnum, aðallega í kokteilboðum, á götum úti, í fínni íbúð og í miðstéttaríbúð. Umhverfið í London er mjög flott og smellur mjög vel saman við stemninguna í myndinni og litatónana sem notaðir eru.
En að sögunni sjálfri. Persónurnar í myndinni höfðu allar mjög sterk persónueinkenni sem lituðu þau út myndina. Í samskiptum þeirra kynnist áhorfandinn persónunum betur og betur. Atburðarrásin þróast áfram og er sífellt að breytast, en undir lokin er eins og allar persónurnar séu komnar í blindgötu. Endirinn var því endasleppur, hann virtist að mörgu leyti stafa af því að karakterarnir voru fullnýttir og ekki var hægt að kreista meira út úr þeim.
Strax eftir áhorfið kunni ég ekki vel við þessa mynd. Hins vegar, eftir að hafa horft á Cruel Intentions nokkrum dögum síðar, áttaði ég mig á því hversu miklu dýpri Closer er miðað við fjölmargar aðrar myndir. Ég hef hugleitt persónurnar í Closer af og til eftir að ég sá myndina, og þannig eiga myndir að vera. Þær eiga að skilja eitthvað eftir.
Cruel Intentions (1999)
Mig rámar í þessa mynd frá því að ég var sirka tólf ára. Þá sá ég hluta af þessari mynd og fannst hún ótrúlega töff. Þessi minning fékk mig til að horfa á hana alla núna um síðustu helgi og ljóst er að þessi mynd stenst ekki tímans tönn. Þótt leikararnir standi sig vel eru karakterarnir svo ofureinfaldaðir og ýktir að sagan er aldrei trúverðug. Loks eru atburðir myndarinnar svo yfir-dramatíseraðir að það er kjánalegt. Þessi mynd er fyrst og fremst dramamynd fyrir unglinga og hún ræður ekki við eldri áhorfendur en það.
Það er áhugavert hversu mikið af unglingamyndum af svipaðri gerð hafa sprottið upp á eftir Cruel Intentions. Myndir sem snúast um bandarískt High School líf, orðspor og tilhugalíf einhverra vinahópa o.s.fr. Cruel Intentions er mjög mikil frumgerð fyrir svona myndir. Hún inniheldur að sjálfsögðu einn homma, einn jock, einn töffara, eina góða gellu, eina vonda gellu og eitt nörd. Myndin snýst síðan um samspil milli allra þessara staðalímynda High School samfélagsins og gerir það ágætlega. Markhópurinn virðist einfaldlega vera yngri en 19 ára.
Það er áhugavert hversu mikið af unglingamyndum af svipaðri gerð hafa sprottið upp á eftir Cruel Intentions. Myndir sem snúast um bandarískt High School líf, orðspor og tilhugalíf einhverra vinahópa o.s.fr. Cruel Intentions er mjög mikil frumgerð fyrir svona myndir. Hún inniheldur að sjálfsögðu einn homma, einn jock, einn töffara, eina góða gellu, eina vonda gellu og eitt nörd. Myndin snýst síðan um samspil milli allra þessara staðalímynda High School samfélagsins og gerir það ágætlega. Markhópurinn virðist einfaldlega vera yngri en 19 ára.
Det sjunde inseglet (1957)
Síðasta mánudagsbíó skartaði myndinni Sjöunda innsiglið eftir Ingmar Bergman. Skemmst er frá því að segja að þessi mynd er virkilega skemmtileg. Hún er draugaleg, spennandi, áhugaverð en fyrst og fremst mjög fyndin. Karakterarnir eru skemmtilegir og plott myndarinnar, að aðalpersónan tefli við dauðann um líf sitt, er ótrúlega töff. Eins og þeir sem myndina sáu á mánudaginn snýst hún um líf fólks á ótilteknum tíma á miðöldum þegar svarti dauði herjar yfir Evrópu. Hræðsla, ofstækistrú, ofbeldi og hatur eru allsráðandi og dauðinn herjar á annan hvern mann.
Myndatakan í þessari mynd er einstök – Sjöunda innsiglið inniheldur ein flottustu skot sem ég hef séð. Svarthvítt, hár kontrast og hvíthærður riddari – þetta þrennt er gullin þrenna til að búa til flott myndefni. Landslagið er notað vel og Bergmann lagði augljóslega mjög mikið upp úr því að gera myndina sem drungalegasta. Nætursenurnar þar sem tunglskinið lýsir allt upp gefa mjög sterka tilfinningu, þrátt fyrir að vera bjartar.
Loks var músíkin í myndinni skemmtileg. Mig rámar enn í sum stefin í myndinni – þau voru eftirminnileg og hentuðu stemningunni rétt.
Í raun má segja að hafi smollið saman hjá Ingmar Bergmann í þessari ræmu. Það er ekki vafi á því að ég muni reyna að komast yfir fleiri myndir frá honum á næstu misserum.
Myndatakan í þessari mynd er einstök – Sjöunda innsiglið inniheldur ein flottustu skot sem ég hef séð. Svarthvítt, hár kontrast og hvíthærður riddari – þetta þrennt er gullin þrenna til að búa til flott myndefni. Landslagið er notað vel og Bergmann lagði augljóslega mjög mikið upp úr því að gera myndina sem drungalegasta. Nætursenurnar þar sem tunglskinið lýsir allt upp gefa mjög sterka tilfinningu, þrátt fyrir að vera bjartar.
Loks var músíkin í myndinni skemmtileg. Mig rámar enn í sum stefin í myndinni – þau voru eftirminnileg og hentuðu stemningunni rétt.
Í raun má segja að hafi smollið saman hjá Ingmar Bergmann í þessari ræmu. Það er ekki vafi á því að ég muni reyna að komast yfir fleiri myndir frá honum á næstu misserum.
Wednesday, November 14, 2007
The Last King of Scotland (2007)
Þessa mynd sá ég í annað sinn í fyrradag. Myndin er drama-/spennumynd og byggir lauslega á sögunni af valdatíma einræðisherrans Idi Amin í Úganda. Nýútskrifaður skoskur læknir, Nikulás, fær tilvistarkreppu og ákveður að fara hvert annað á hnöttinn sem er. Úganda verður fyrir valinu og ævintýrin í kjölfarið eru ótrúleg.
Ég vissi ekkert um Idi Amin fyrir myndina, en eftir að hafa séð hana finnst mér það hafa breyst mikið. Karakter Amins, sem leikinn er af Forest Whitaker, er gæddur gríðarlegum persónutöfrum og sýnir á sér nýjar hliðar út alla myndina. Leikur Whitakers í þessari mynd er með þeim betri sem ég hef séð í kvikmynd – svo áhrifamikill var hann. Það kom því ekki á óvart að Whitaker hafi landað Óskarnum, BAFTA og Golden Globe fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina.
En það sem gerir þessa mynd svo góða er ekki bara leikurinn og karakterarnir, heldur sagan sjálf. Sagan er mjög sannfærandi og innlifunin er fullkomin. Ég upplifði mig í sporum skoska læknisins, og góðar myndir snúast alltaf um að áhorfandinn finni sjálfan sig í myndinni og upplifi hana því á sterkan hátt.
Mér fannst gaman að horfa á myndina aftur, núna á dvd, samanborið við að hafa farið á hana í bíó í fyrsta sinn. Myndin var miklu áhrifaríkari og einfaldlega betri á hvíta tjaldinu heldur en á sjónvarpsskjánum, en ég hef aldrei fundið þennan mun mjög skýrt áður. Þessi reynsla kveikti hjá mér löngun til að fara í bíó aftur sem fyrst. Popp, kók og risastórt tjald – það kemur einfaldlega ekkert í staðinn fyrir það.
Ég vissi ekkert um Idi Amin fyrir myndina, en eftir að hafa séð hana finnst mér það hafa breyst mikið. Karakter Amins, sem leikinn er af Forest Whitaker, er gæddur gríðarlegum persónutöfrum og sýnir á sér nýjar hliðar út alla myndina. Leikur Whitakers í þessari mynd er með þeim betri sem ég hef séð í kvikmynd – svo áhrifamikill var hann. Það kom því ekki á óvart að Whitaker hafi landað Óskarnum, BAFTA og Golden Globe fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina.
En það sem gerir þessa mynd svo góða er ekki bara leikurinn og karakterarnir, heldur sagan sjálf. Sagan er mjög sannfærandi og innlifunin er fullkomin. Ég upplifði mig í sporum skoska læknisins, og góðar myndir snúast alltaf um að áhorfandinn finni sjálfan sig í myndinni og upplifi hana því á sterkan hátt.
Mér fannst gaman að horfa á myndina aftur, núna á dvd, samanborið við að hafa farið á hana í bíó í fyrsta sinn. Myndin var miklu áhrifaríkari og einfaldlega betri á hvíta tjaldinu heldur en á sjónvarpsskjánum, en ég hef aldrei fundið þennan mun mjög skýrt áður. Þessi reynsla kveikti hjá mér löngun til að fara í bíó aftur sem fyrst. Popp, kók og risastórt tjald – það kemur einfaldlega ekkert í staðinn fyrir það.
Some Like It Hot (1959)
Some Like It Hot er langfrægasta mynd leikstjórans Billy Wilder. Myndin skartar meðal annarra þeim Jack Lemmon og Marilyn Monroe. Myndin er grínmynd og góð sem slík. Myndin fjallar í stuttu máli um tvo tónlstarmenn og félaga sem, vegna ytri aðstæðna, þurfa að dulbúa sig sem konur og túra með kvennahljómsveit. Ofan á þetta bætist síðan tvennt: Annar mannanna (Jack Lemmon) verður ástfanginn af einni hljómsveitarstúlkunni (Marilyn Monroe) og hinn lendir í því að annar maður verður ástfanginn af “henni.”
Það er óhætt að segja að Billy Wilder viti hvað hann syngur þegar kemur að kvikmyndagerð. Framvindan, klippingar, tökustíll og heildarmynd sögunnar kemur allt vel út og húmorinn er alltaf í lagi. Myndin var enda tilnefnd til Óskarsverðlauna þetta ár fyrir leikstjórn, handrit, aðalkarlleikara (Lemmon) og listræna stjórnun. Auk þess fékk myndin óskarsverðlaun fyrir búninga. Einnig vann myndin Golden globe verðlaun sem besta grínmyndin það sama ár.
Ástæðan fyrir því að hún hefur ekki verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd hlýtur að vera vegna þess að hún er grínmynd. Í seinni tíð hefur lofi verið ausið yfir hana. Hjá American Film Institue var myndin nýlega til dæmis valin besta grínmynd allra tíma, og í 14. sæti sem besta kvikmynd allra tíma. Persónulega fannst mér hún ekki ná þeim hæðum – en í þetta sinn skil ég fullkomlega dýrkunina á myndinni. Some Like it Hot er mynd sem á þessa athygli skilið.
Það er óhætt að segja að Billy Wilder viti hvað hann syngur þegar kemur að kvikmyndagerð. Framvindan, klippingar, tökustíll og heildarmynd sögunnar kemur allt vel út og húmorinn er alltaf í lagi. Myndin var enda tilnefnd til Óskarsverðlauna þetta ár fyrir leikstjórn, handrit, aðalkarlleikara (Lemmon) og listræna stjórnun. Auk þess fékk myndin óskarsverðlaun fyrir búninga. Einnig vann myndin Golden globe verðlaun sem besta grínmyndin það sama ár.
Ástæðan fyrir því að hún hefur ekki verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd hlýtur að vera vegna þess að hún er grínmynd. Í seinni tíð hefur lofi verið ausið yfir hana. Hjá American Film Institue var myndin nýlega til dæmis valin besta grínmynd allra tíma, og í 14. sæti sem besta kvikmynd allra tíma. Persónulega fannst mér hún ekki ná þeim hæðum – en í þetta sinn skil ég fullkomlega dýrkunina á myndinni. Some Like it Hot er mynd sem á þessa athygli skilið.
Thursday, November 8, 2007
Elizabeth: The Golden Age (2007)
Á þriðjudagskvöld fór ég í Háskólabíó á myndina Elizabeth. Eins og nafnið bendir til fjallar myndin um Elísabetu Englandsdrottningu og er hún leikin af Cate Blanchet Leikstjóri myndarinnar er Shekhar Kapur.
Það besta við myndina var klárlega sögusviðið. Sögulegar myndir eða períódu-myndir búa yfir því leynivopni að geta sýnt áhorfendum heim sem þeir hafa ekki séð áður. Búningarnir í þessari mynd, propsið og umhverfið var stórglæsilegt og þetta er einna best útlítandi mynd sem ég hef séð lengi. Það eitt og sér tryggði að myndin myndi ekki valda vonbrigðum.
Elizabeth bar hins vegar fleiri einkenni Hollywood-myndar heldur en flott útlit, og það var í raun gallinn við hana. Myndin einblínir allt of mikið á sálarkreppu og sjálfsvorkunn drottningarinnar, sem er sÍfellt döpur yfir eigin ástarlífi, sem er ekki upp á marga fiska. Þetta sjónarhorn, sem á að sýna drottninguna frá persónulegu ljósi, veikir hana mjög sem leiðtoga í myndinni. Hún er alltaf hrædd, döpur og úr jafnvægi. Í stað þess að einbeita sér að því að stjórna ríkinu virðist hún einungis stunda skemmtana- og hirðlífið. Í myndinni er því Elísabet sýnd sem veikgeðja sjálfsupptekin kona sem sinnir þegnum sínum lítið sem ekkert. Þessi mynd af drottningunni er auðvitað kolröng, og ég efast um að handritshöfundurinn hafi ætlað sér að sýna drottninguna á þennan hátt.
Á sama tíma er “vondi kallinn”, Hinrik fyrsti Spánarkonungur, að höggva niður heilu skóganna og byggir upp risastóran flota til að leggja England undir sig. Með öðrum orðum beinir hann öllum sínum kröftum að Spáni á meðan Elísabet beinir allri sinni athygli að sér sjálfri. Aftasti hluti myndarinnar, þar sem stríðið við Spánverja fer fram, virkaði því afar einkennilega á mig. Elísabet, tilfinningahrúgan, er skyndilega komin í herbúning og heldur þrusuræðu yfir enska hernum. Sú sena, eins flott og hún er, er í algeru ósamræmi við þá mynd sem áhorfendur höfðu séð fram að stríðinu, og virkaði klisjukennd og ósannfærandi. Stríðinu lýkur á þann hátt að Englendingar kveikja í sex skipum og sigla þeim inn í spænska flotann, sem brennur allur. Þetta var því sannur Hollywood endir, allt springur í loft upp og engra spurninga er spurt.
Þessi ofur-ofur-einföldun á sögunni fór í taugarnar á mér. Endirinn virkaði illa á mig of virkaði ósanngjarn. Englendingum tekst að sigra öflugasta flota heims á einu Hollywood-eldskipa-trikki og sá leiðtogi sem stóð sig best, Spánarkonungur, tapaði þrátt fyrir alla erfiðisvinnuna – bara vegna þess að hann átti að vera vondi gæinn. Á sama tíma sigrar Elísabet þótt hún hafi ekkert gert til að verðskulda sigurinn.
Fyrst verið er að dæla svona miklum peningum í að kvikmynda sögu Elísabetar Englandsdrottningar hefði mátt gera það á mun raunverulegri hátt. Mannkynssagan er nógu áhugaverð út af fyrir sig. Það þarf ekki að ofureinfalda hana til að gera hana áhugaverða. Að því sögðu var myndin samt sem áður sannkölluð himnasending samanborið við La règle du jeu.
Það besta við myndina var klárlega sögusviðið. Sögulegar myndir eða períódu-myndir búa yfir því leynivopni að geta sýnt áhorfendum heim sem þeir hafa ekki séð áður. Búningarnir í þessari mynd, propsið og umhverfið var stórglæsilegt og þetta er einna best útlítandi mynd sem ég hef séð lengi. Það eitt og sér tryggði að myndin myndi ekki valda vonbrigðum.
Elizabeth bar hins vegar fleiri einkenni Hollywood-myndar heldur en flott útlit, og það var í raun gallinn við hana. Myndin einblínir allt of mikið á sálarkreppu og sjálfsvorkunn drottningarinnar, sem er sÍfellt döpur yfir eigin ástarlífi, sem er ekki upp á marga fiska. Þetta sjónarhorn, sem á að sýna drottninguna frá persónulegu ljósi, veikir hana mjög sem leiðtoga í myndinni. Hún er alltaf hrædd, döpur og úr jafnvægi. Í stað þess að einbeita sér að því að stjórna ríkinu virðist hún einungis stunda skemmtana- og hirðlífið. Í myndinni er því Elísabet sýnd sem veikgeðja sjálfsupptekin kona sem sinnir þegnum sínum lítið sem ekkert. Þessi mynd af drottningunni er auðvitað kolröng, og ég efast um að handritshöfundurinn hafi ætlað sér að sýna drottninguna á þennan hátt.
Á sama tíma er “vondi kallinn”, Hinrik fyrsti Spánarkonungur, að höggva niður heilu skóganna og byggir upp risastóran flota til að leggja England undir sig. Með öðrum orðum beinir hann öllum sínum kröftum að Spáni á meðan Elísabet beinir allri sinni athygli að sér sjálfri. Aftasti hluti myndarinnar, þar sem stríðið við Spánverja fer fram, virkaði því afar einkennilega á mig. Elísabet, tilfinningahrúgan, er skyndilega komin í herbúning og heldur þrusuræðu yfir enska hernum. Sú sena, eins flott og hún er, er í algeru ósamræmi við þá mynd sem áhorfendur höfðu séð fram að stríðinu, og virkaði klisjukennd og ósannfærandi. Stríðinu lýkur á þann hátt að Englendingar kveikja í sex skipum og sigla þeim inn í spænska flotann, sem brennur allur. Þetta var því sannur Hollywood endir, allt springur í loft upp og engra spurninga er spurt.
Þessi ofur-ofur-einföldun á sögunni fór í taugarnar á mér. Endirinn virkaði illa á mig of virkaði ósanngjarn. Englendingum tekst að sigra öflugasta flota heims á einu Hollywood-eldskipa-trikki og sá leiðtogi sem stóð sig best, Spánarkonungur, tapaði þrátt fyrir alla erfiðisvinnuna – bara vegna þess að hann átti að vera vondi gæinn. Á sama tíma sigrar Elísabet þótt hún hafi ekkert gert til að verðskulda sigurinn.
Fyrst verið er að dæla svona miklum peningum í að kvikmynda sögu Elísabetar Englandsdrottningar hefði mátt gera það á mun raunverulegri hátt. Mannkynssagan er nógu áhugaverð út af fyrir sig. Það þarf ekki að ofureinfalda hana til að gera hana áhugaverða. Að því sögðu var myndin samt sem áður sannkölluð himnasending samanborið við La règle du jeu.
Monday, November 5, 2007
La règle du jeu (1939)
Þessi mynd var sýnd í kvik- mynda- fræði eftir skóla á mánudegi fyrir viku. Þetta er frönsk mynd í leikstjórn Jean Renoir og markaði hún einn af hápunktum rómantísku raunsæisstefnunnar í Frakklandi á fjórða áratug síðustu aldar.
Ég hef ekki mjög sterkar skoðanir á þessari mynd - sá í rauninni ekkert áhugavert eða eftirtektarvert við hana. Rómantíska raunsæisstefnan í Frakklandi virkar á mig sem afar óáhugaverð stefna í dag samanborið við þróunina í kvikmyndagerð frá þeim tíma.
Ég skil að mörgu leyti þá pælingu að við þurfum að sjá myndir frá fjölbreyttum og mörgum tímabilum, en er ekki hægt að hafa myndir sem eru skemmtilegri, til að halda áhuganum á faginu í hámarki? 8½ fékk dræm viðbrögð, og þessi mynd var á engan hátt skemmtileg heldur.
Leikurinn og leikstjórnin var ýkt, óraunveruleg og ekki fyndin – leikararnir léku eins og í leikriti en ekki eins og í kvikmynd og útkoman var einhæfur og einfaldur farsi sem skildi ekkert eftir sig.
Ég hlakka til að komast í nútímalegri kvikmyndir eftir jól, þar sem kvikmyndalistin er komin svo miklu miklu lengra í dag miðað við þá tíma sem við erum að skoða þessa dagana.
Ég hef ekki mjög sterkar skoðanir á þessari mynd - sá í rauninni ekkert áhugavert eða eftirtektarvert við hana. Rómantíska raunsæisstefnan í Frakklandi virkar á mig sem afar óáhugaverð stefna í dag samanborið við þróunina í kvikmyndagerð frá þeim tíma.
Ég skil að mörgu leyti þá pælingu að við þurfum að sjá myndir frá fjölbreyttum og mörgum tímabilum, en er ekki hægt að hafa myndir sem eru skemmtilegri, til að halda áhuganum á faginu í hámarki? 8½ fékk dræm viðbrögð, og þessi mynd var á engan hátt skemmtileg heldur.
Leikurinn og leikstjórnin var ýkt, óraunveruleg og ekki fyndin – leikararnir léku eins og í leikriti en ekki eins og í kvikmynd og útkoman var einhæfur og einfaldur farsi sem skildi ekkert eftir sig.
Ég hlakka til að komast í nútímalegri kvikmyndir eftir jól, þar sem kvikmyndalistin er komin svo miklu miklu lengra í dag miðað við þá tíma sem við erum að skoða þessa dagana.
Subscribe to:
Posts (Atom)