
Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki frekar munurinn á amerískum og evrópskum myndum sem ég sé að lenda í, frekar en tímamismunurinn. Svo ég minnist ekki á muninn á leikstjórunum. Á meðan Buster Keaton er grínisti er Fellini listrænn geðsjúklingur og lætur það skína í gegn í myndunum sínum.
Gallinn við 8 ½ er það þetta telst varla sem kvikmynd. Senurnar meika ekkert sens og tengjast á mjög einkennilegan hátt. Þessari mynd tekst eitt betur en allt annað – að pirra áhorfandann. Að því er virðist í miðri senu þegar maður er rétt farinn að venjast sögunni er maður rifinn burt og í glænýja lítið eða ekkert tengda senu með allt öðrum pælingum.
Gamlar og klassískar kvikmyndir finnst mér alltaf sleppa fyrir horn ef þær hafa góðan söguþráð sem þær fylgja sæmilega vel. The General er gott dæmi um þetta – þrátt fyrir að vera mjög löng heldur hún dampi vegna þess að allir geta fylgt sögunni. Fellini er hins vegar út um allt og það líkar greinilega mörgum – að minnsta kosti við upphafninguna sem þessi mynd fær um allt. Ég virðist einfaldlega vera á annarri bylgjulengd í þetta skiptið.
No comments:
Post a Comment