Þetta er heimildarmynd frá árinu 1999 eftir Chris Smith. Hún fjallar um kvikmynda(r)- gerðarmanninn Mark Borchardt sem vinnur í þrjú ár að því að klára hryllings-stuttmyndina “Covan.” Þetta ævintýri Marks er í raun birtingarmynd bandaríska draumsins margumtalaða á mann sem hefur áhuga á kvikmyndagerð.
Þessi heimildarmynd var mjög vel gerð. Mér leið næstum eins og fólkið vissi ekki af myndavélinni, og þegar það tjáði sig við heimildarmyndargerðarmanninn var það mjög opið og kom sér beint að efninu. Klippingin var einnig mjög skemmtileg og hún gerir þessa mynd að mörgu leyti eins fyndna og hún er. Án húmors væri þess mynd allt of þung til að vera skemmtileg. Áfengið, dópið og ástandið á fjölskyldunni er of slæmt til að hægt sé að sýna það og kalla útkomuna afþreyingu.
Mark virkar á einhvern hátt svo ótrúlega vonlaus í þessari viðleitni sinni. En það fyndna er að hann er ekki alger vitleysingur – klippurnar sem eru sýndar úr Covan líta bara ágætlega út og hafa sína ljósu punkta.
Eins og margar heimildarmyndir er American Movie samt hæg á köflum og verður langdregin í endann, sem ætti að vera alger óþarfi. Svo er spurningin hvort það sé siðferðislega rétt að í rauninni gera grín að fólkinu og misförum þess til þess eins að gera heimildarmynd skemmtilegri...
Sunday, November 25, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment