Mig rámar í þessa mynd frá því að ég var sirka tólf ára. Þá sá ég hluta af þessari mynd og fannst hún ótrúlega töff. Þessi minning fékk mig til að horfa á hana alla núna um síðustu helgi og ljóst er að þessi mynd stenst ekki tímans tönn. Þótt leikararnir standi sig vel eru karakterarnir svo ofureinfaldaðir og ýktir að sagan er aldrei trúverðug. Loks eru atburðir myndarinnar svo yfir-dramatíseraðir að það er kjánalegt. Þessi mynd er fyrst og fremst dramamynd fyrir unglinga og hún ræður ekki við eldri áhorfendur en það.
Það er áhugavert hversu mikið af unglingamyndum af svipaðri gerð hafa sprottið upp á eftir Cruel Intentions. Myndir sem snúast um bandarískt High School líf, orðspor og tilhugalíf einhverra vinahópa o.s.fr. Cruel Intentions er mjög mikil frumgerð fyrir svona myndir. Hún inniheldur að sjálfsögðu einn homma, einn jock, einn töffara, eina góða gellu, eina vonda gellu og eitt nörd. Myndin snýst síðan um samspil milli allra þessara staðalímynda High School samfélagsins og gerir það ágætlega. Markhópurinn virðist einfaldlega vera yngri en 19 ára.
Thursday, November 22, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment