Þessi mynd var sýnd í kvik- mynda- fræði eftir skóla á mánudegi fyrir viku. Þetta er frönsk mynd í leikstjórn Jean Renoir og markaði hún einn af hápunktum rómantísku raunsæisstefnunnar í Frakklandi á fjórða áratug síðustu aldar.
Ég hef ekki mjög sterkar skoðanir á þessari mynd - sá í rauninni ekkert áhugavert eða eftirtektarvert við hana. Rómantíska raunsæisstefnan í Frakklandi virkar á mig sem afar óáhugaverð stefna í dag samanborið við þróunina í kvikmyndagerð frá þeim tíma.
Ég skil að mörgu leyti þá pælingu að við þurfum að sjá myndir frá fjölbreyttum og mörgum tímabilum, en er ekki hægt að hafa myndir sem eru skemmtilegri, til að halda áhuganum á faginu í hámarki? 8½ fékk dræm viðbrögð, og þessi mynd var á engan hátt skemmtileg heldur.
Leikurinn og leikstjórnin var ýkt, óraunveruleg og ekki fyndin – leikararnir léku eins og í leikriti en ekki eins og í kvikmynd og útkoman var einhæfur og einfaldur farsi sem skildi ekkert eftir sig.
Ég hlakka til að komast í nútímalegri kvikmyndir eftir jól, þar sem kvikmyndalistin er komin svo miklu miklu lengra í dag miðað við þá tíma sem við erum að skoða þessa dagana.
Monday, November 5, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég er sammála að flestu leyti, þ.e.a.s. um myndina. Get aftur á móti ennþá ekki samþykkt þetta með að kvikmyndalistinni hafi farið það mikið fram síðastliðna áratugi að allt annað sé ómerkilegra í samanburði. Það fer bara meira eftir leikstjórum í gamla daga finnst mér. Núna getur hvaða auli sem er tekið upp bíómynd í hollívúdd og gert það sómasamlega en í gamla daga voru að bara meistararnir sem gerðu eitthvað af viti og meira að segja með þá er þetta "acquired taste". Billy Wilder pwnar þennan gæja allavega.
Post a Comment