Ég rakst á Making Of Die Hard 4.0 í dag. Þessi heimildarmynd sýndi mér nýjar víddir í Die Hard 4 sem ég tók engan vegin eftir þegar ég sá myndina á hvíta tjaldinu. Að sjá making of myndina gerir því Die Hard 4 miklu betri í minningunni heldur en þegar ég upplifði hana fyrst.
Fyrir það fyrsta má náttúrulega nefna allar hasarsenurnar. Atriðið þar sem McLane keyrir lögreglubílnum upp í þyrluna er til dæmis tekið í alvöru. Lögreglubíl var skotið áfram með reipi og nítróglyseríni eftir rampi upp í þyrlu sem hékk í krana og allt var látið springa við áreksturinn. Í senunni með orrustuflugvélini var síðan smíðaður og sprengdur hluti úr hraðbraut og skotin af þotunni eru tekin sér og síðan sett inn í rammann.
Prinsippið með öllu þessu veseni er að tölvuteikna sem minnst. Þótt tölvugrafík fari hratt fram er enn í dag alltaf töluvert raunverulegra að skjóta hlutina fyrir alvöru. Leikstjórinn grípur því einungis til tölvugrafíkur ef annað er algerlega ómögulegt.
Eftir að sjá þessa heimildarmynd langar mig til að sjá Die Hard 4 aftur. Það væri gaman að veita öllum smáatriðunum athygli, því þau eru öll úthugsuð.
Monday, November 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Blessaður, Bjössi ... datt í hug að þú vildir skoða annan kvikmyndaspekúlant sem ég rakst á á youtube, sem er einmitt að fjalla um Die Hard 4.0
Já, það er kannski betra að henda inn linknum, maður er orðinn svolítið ryðgaður í þessum bloggheimum:
http://www.youtube.com/watch?v=CPdNDQf5U2w
Sjáumst.
Post a Comment